<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 10, 2004

Hæstiréttur 

"Það væri hreinlegast að menn segðu bara að þeir vildu sína pólitísku samherja í réttinn og skyldmenni heldur en að vera að klæða þetta í búning."- Eiríkur Tómasson, Framsóknarmaður, DV 30. september 2004

"Ég hef jafnframt látið í ljós þá skoðun mína að ég tel að Eiríkur Tómasson hefði styrkt réttinn verulega og tel hann afskaplega vel hæfan til þess að gegna embætti hæstaréttardómara,"- Halldór Ásgrímsson í tilefni skipunar Jóns Steinars Gunnlaugssonar í hæstarétt

laugardagur, júlí 24, 2004

Ungmenni 

"Háar sektir það eina sem virkar" - Sverrir Teitsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

"Ef veita ætti þessa þjónustu með leigubílum án þess að hún yrði dýrari fyrir notendur hennar má telja mjög líklegt að mun hærri upphæðir yrði að greiða úr sameiginlegum sjóðum..." Þórður Sveinsson, um hagkvæmni Strætó.


fimmtudagur, júlí 22, 2004

Fleyg ummæli 

"Það er á þessu tímabili sem öll umræðan um sameiningu vinstri manna fer í gang á nýjan leik. Til að gera langa sögu stutta þá var fullt af fólki sem allt í einu birtist og fór að tala um það af tilfinningu hversu nauðsynleg þessi sameining væri...Einn af hlutunum sem fór ekki vel í mig var að á stofnfundi flokksins þá stóðu allir fundarmenn upp og fóru að syngja Nallan (þið vitð “Fram þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkja skortsins...” blablabla)" - Þorkell Sigvaldason.

" 'Mr. Churchill, you're drunk!" Yes, I am; and you are ugly. But tomorrow, I shall be sober." - Þetta og önnur mis-gáfuleg ummæli á heimasíðu Þorkels.

miðvikudagur, júní 30, 2004

Almannahagsmunir 

"Many of you are well enough off that ... the tax cuts may have helped you," Sen. Clinton said. "We're saying that for America to get back on track, we're probably going to cut that short and not give it to you. We're going to take things away from you on behalf of the common good." - Hillary Clinton.

"Einkavinavæðing eða almannahagsmunir" - Jóhanna Sigurðardóttir.

"Eiga Neytendasamtökin að taka að sér víðtækara hlutverk við gæslu almannahagsmuna?" - Hörður Bergmann.


laugardagur, júní 19, 2004

Fídel Kastró og Kúba 

"Kúbumenn hafa lengi haft besta heilbrigðiskerfi í álfunni og hafa framleitt bóluefni gegn lifrarbólgu og heilahimnubólgu. Kúbumenn eru fremstir í heimi í þessari tegund vísinda..." - Ármann Jakobsson, í grein um samskipti Bandaríkjanna og Kúbu.

" 'Do you have Aspirin,' I asked, wondering if average Cubans could obtain the world's most familiar pharmaceutical staple. The answer was no." - Larry Solomon

"But, beginning in 1989, 1 began to notice an unfortunate change of attitude. Cuban authorities have established mechanisms designed to turn the medical system into a profit-making enterprise for the government. I witnessed this firsthand at the International Center for Neurological Restoration, which I directed from 1990-1994." - Dr. Hilda Molina

"Miklar líkur eru til þess að Bandaríkjamenn freisti þess að ná þar völdum aftur og gera landið að nýlendu sinni á ný. Það er þó víst að það gæti kostað miklar blóðsúthellingar." - Guðmundur R. Jóhannsson

"The nominating process and the huge participation in the last election clearly show that the deputies to Cuba's parliament enjoy massive public support." - Staðreyndir um Kúbu (Cuba Factfile) - Vináttufélag Íslands og Kúbu


sunnudagur, maí 23, 2004

Ríkið á að vernda okkur 

"Í fyrsta lagi vill Samfylkingin treysta stöðu Ríkisútvarpsins. Öflugt ríkisútvarp með gríðarmikla útbreiðslu einsog RÚV gæti verið besta tryggingin gegn fábreytni í menningarlegu og pólitísku tilliti." - Össur Skarphéðinsson

"Herra forseti. Margt bendir til þess að ef hámarksþóknun fasteignasala verði afnumin eins og þetta ákvæði þessarar greinar gerir ráð fyrir verði rík tilhneiging til að hækka verulega þóknun í fasteignaviðskiptum. Með vísan til þess og hvernig staðið hefur verið að athugun á samkeppnisaðstæðum á fasteignamarkaði sem byggði fyrst og fremst á mati fasteignasalanna sem hafa lagt ofurkapp á að ákvæði um hámarksþóknun verði afnumin þá segi ég nei við þessu ákvæði um að gefa frjálsa söluþóknun fasteignasala." - Jóhanna Sigurðardóttir

"Það borgar sig nefnlega að leggja stund á umhverfisvernd í verki og nýta til þess margs konar tæki. Umhverfisgjöld eru eitt slíkt tæki. Ekki það eina, og e.t.v. ekki það skilvirkasta, en örugglega skilvirkt og reynslan sýnir að þau skila áþreifanlegum árangri." - Jóhanna Þórunn Sveinbjarnardóttir

"Alþingi ályktar að stofnað verði embætti umboðsmanns neytenda. Embættinu verði ætlað að gæta hagsmuna neytenda, svo sem að farið sé eftir gildandi leikreglum, tekið sé tillit til sjónarmiða neytenda, settar verði almennar viðmiðunarreglur í viðskiptum, jafnaður ágreining ur milli neytenda og hagsmunaaðila og þannig um búið að umboðsmaðurinn geti farið með mál neytenda fyrir dómstóla.
....
Alls staðar annars staðar á Norðurlöndum er starfandi umboðsmaður neytenda auk neyt endastofnana á vegum hins opinbera og frjálsra neytendasamtaka. Þá hafa neytendasamtökin lengi óskað eftir því að stofnað verði sérstakt embætti umboðsmanns neytenda hér á landi." - Tillaga til þingsályktunar. Drífa J. Sigfúsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Ólafur Örn Haraldsson, Ísólfur Gylfi Pálmason.


fimmtudagur, maí 20, 2004

Heróp Samfylkingar 

"Nú er mælirinn meira en fullur. Leikreglur lýðræðisins eru ekki virtar. Við erum þjóðin, við berum ábyrgð á lífinu í landinu og lífsskilyrðum komandi kynslóða." - Nafnlaus Samfylkingarmaður.

"Þjóðareign - ekki ríkiseign" - Nafnlaus Samfylkingarmaður.


Vernda skal með lögum 

"Hvernig rímar svo stefnan um lífræna ræktun saman við forskriftina frá Ríó? Í Dagskrá 21 er sérstakur kafli (nr. 14) um sjálfbæran landbúnað og þróun til sveita. Meginmarkmiðið er þar talið vera að auka sjálfbæra fæðuframleiðslu og að bæta gæði og öryggi fæðunnar. Ríkisstjórnir eru m.a. hvattar til að setja lög og reglur sem ýti undir frumkvæði og þróun í þessa átt, þar á meðal sjálfbæran landbúnað sem ekki kallar á mikla orkunotkun og byggir á gömlum hefðum og lífrænum og vistvænum framleiðsluferlum á mörgum sviðum." - Hjörleifur Guttormsson.

"Þetta er jafnréttismál, þar sem það eru eingöngu konur sem geta lent í þessum hremmingum. Því miður geta karlmenn ekki gengið með börnin, enn sem komið er. Það þarf að vernda rétt þungaðra kvenna til að geta haft í sig og á, á meðan þær ganga í gegnum þetta 9 mánaða tímabil. Atvinnuleysisbætur duga skammt. Með breytingunum sem áttu sér stað árið 2000 þá var verndun þungaðra kvenna færð frá þeim og í stað nýtur atvinnurekandinn verndar með þessum lögum." - Elsa Margrét Böðvarsdóttir.

"Athyglisvert er hvað menn verða alltaf voðalega hissa á atburðarásinni sérstaklega þeir sem skirrast við að tryggja í löggjöf að ekki verði fram hjá henni farið eins og raun ber vitni um sparisjóðina. Því miður hefur það verið afhjúpað að viðskiptasiðferði er víða á lágu plani og æsifréttir ársins hafa birt okkur hrollvekjandi samráð á markaði og óhefta græðgi.
...
Framtíðarhópur Samfylkingarinnar hefur fengið þýðingarmikið verkefni. Hann á að móta framtíðarsýn okkar jafnaðarmanna á nýrri öld. Nýr tími, nýjar kröfur, ný þekking, breytt alþjóðasamstarf" - Rannveig Guðmundsdóttir.

"Hvorki var fallist á að bann gegn auglýsingum sem þessum fæli í sér brot gegn 73. gr. stjórnarskrárinnar né 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu enda væri ljóst að tilgangur bannsins væri að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamálum sem af henni hljótast. Þau rök sem byggju að baki banninu ættu sér því efnislega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans. Var J dæmdur til greiðslu sektar." - Dómur Hæstaréttar. Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason.

"Þeir sem eru fylgjandi áframhaldandi banni á áfengisauglýsingum benda á að ef banninu verði aflétt geti það grafið undan áralöngu forvarnarstarfi gegn drykkju barna og unglinga. Þessar áhyggjur eru ekki með öllu ástæðulausar. Þeir sem starfa við auglýsingagerð vita mætavel mikilvægi þess að ná til ungra neytenda. Það er til að mynda þekkt að neytendur halda mikilli tryggð við þær vörutegundir sem þeir kynnast á unga aldri." - Sigurður Hólm Gunnarsson.

"Vandamálið er hversu erfitt er að ná lagalegu gripi á köttunum. Þeir eru ekki skráðir, fara víða og valda óskunda, en enginn veit hvar þeir eiga heima. Samkvæmt grenndarreglum ber eiganda að sjá til þess að dýr sem hann heldur valdi ekki grönnum óþægindum eða ónæði. En það er hægara sagt en gert að sanna slíkt, því köttur sem hefur gert þarfir sínar í garði náungans er á næsta augnabliki aftur orðinn strokinn hefðarköttur heima hjá sér, sem engan grunar um græsku. Það er brýnt að þessi starfshópur hraði vinnu sinni og tekið verði af ábyrgð og festu á málinu." - Sigurður Helgi Guðjónsson.

"Ég spurði vissulega sjálfa mig þegar ég fékk þessi frumvarpsdrög á borðið og leitaði svara við því af hverju þyrfti að vera að leysa af hólmi löggjöf sem væri 19 greinar með 80 greinum og fékk við því að mínu viti fullnægjandi svör. Þessi löggjöf er mjög mikið notuð og reynslan sýnir okkur gegnum árin að það hafa risið upp ýmis deilumál, ágreiningsmál, milli eigenda í fjölbýlishúsum sem hafa iðulega þurft að fara fyrir dómstólana. Ef við hefðum haft ítarlega löggjöf sem tekur á þeim atriðum sem upp hafa komið þá er ekki víst að þess hefði þurft." - Jóhana Sigurðardóttir.

"Þá er lagt til að gerðar verði breytingar um forgangsrétt leigjenda sem ætlað er að efla heimilisrétt þeirra og öryggi gagnvart geðþóttauppsögnum.
....
Um forgangsrétt leigjenda er fjallað í sérstökum kafla, X. kafla, og er lagt til að hann taki nú til allra leigusamninga, jafnt tímabundinna sem ótímabundinna. Gert er ráð fyrir að leigjandi sem stendur í skilum með leigugreiðslur og ekki brýtur að öðru leyti gegn leigusamningi eigi að jafnaði forgangsrétt að hinu leigða, svo fremi sem húsnæðið sé áfram falt til leigu. Frá forgangsréttinum eru þó verulegar undantekningar samkvæmt frv., svo sem þegar leigusali býr sjálfur í sama húsi eða ef hann hyggst ráðstafa húsnæðinu til náinna skyldmenna. Þá getur leigjandi aldrei öðlast forgangsréttinn sjálfkrafa heldur verður hann ætíð að fara skriflega fram á hann.
....
Nefndin leggur því til að fardagaákvæðin verði afnumin jafnframt því sem uppsagnarfrestur er lengdur þannig að hann verði aldrei styttri en 6 mánuðir.
....
Þá er lagt til að stofnsett verði sérstök kærunefnd húsaleigumála sem bæði leigjendur og leigusalar geta leitað til vegna ágreinings sem kann að rísa um túlkun ákvæðis leigusamnings eða framkvæmd hans.
....
Þá eru ákvæði um húsaleigumiðlanir í ýmsum atriðum endurskoðuð og gerð fyllri og ítarlegri en áður. - Jóhana Sigurðardóttir, Frumvarp til Húsaleigulaga 1993.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?